Friðlýst svæði Íslands
Á Íslandi eru um 130 fjölbreytt friðlýst svæði. Svæðin veita einstök tækifæri til að tengjast náttúrunni, hvíla hugann og dást að fegurðinni sem hver árstíð færir. Með friðlýsingu tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta náttúrunnar og náttúran fær að njóta vafans. Reglur og aðgengi um friðlýst svæðis eru mismunandi eftir eðli þeirra.


Fræðsludagskrá og viðburðir
Það er ávallt eitthvað á dagskrá hjá Náttúruverndarstofnun. Yfir vetrartímann erum við með staka viðburði með áherslu á gestastofurnar. Fræðslan nær svo hápunkti yfir sumartímann með daglegum fræðslugöngum, barnastundum og viðburðum.


Umgengni um náttúru Íslands
Hvar má tjalda? Hvað er utanvegaakstur? Hvar má fljúga dróna? Má kanski ekkert?
Það eru vissulega umgengisreglur á friðlýstum svæðum landsins til að vernda þau um ókomna tíð - það gerum við öll saman.

Náttúruverndarstofnun
Þann 1. janúar 2025 tók stofnunin til starfa og tók við verkefnum náttúruverndar, lífríkis- og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.
-2000x1124.png&w=3840&q=80)














-2000x1500.jpg&w=3840&q=80)


