Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Umgengni um náttúru Íslands

Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar kemur fram að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess, svo lengi sem farið er varlega og gætt að því að valda ekki skemmdum eða spjöllum.

Ferðafólk í Búrfellsgjá

Almannaréttur

Rétturinn til að ferðast um landið er dýrmætur hluti af íslenskri menningu og sjálfsmynd. Hann byggir á trausti og gagnkvæmri virðingu, að við njótum náttúrunnar á sama tíma og við hjálpum til við að varðveita hana fyrir þá sem á eftir koma.