Náttúruverndarstofnun óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf sviðsstjóra mannauðsmála. Sviðstjóri vinnur náið með forstjóra og öðrum stjórnendum stofnunarinnar. Þrír starfsmenn starfa á mannauðssviði og er mannauðsstjóri hluti af stjórnendateymi stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar einstaklega vel þeim sem brennur fyrir verndun náttúrunnar og hefur reynslu á sviði mannauðsmála.
Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar eru á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra og gert er ráð fyrir að þar verði megin starfsstöð mannauðsstjóra. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru 15 víðsvegar um landið og felur starfið því í sér hreyfanleika milli starfsstöðva.
Laust starf: Sviðsstjóri mannauðsmála
