Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Hvar má veiða?

Áður en haldið er til veiða er nauðsynlegt að kynna sér hvar það er leyfilegt. Mismunandi reglur gilda eftir svæðum og tegundum.

Hvít rjúpa á flugi

Þjóðlendur og eignarlönd

Almennt eru veiðar leyfðar í þjóðlendum, í efnahagslögsögunni og í landhelginni utan netlaga eignarlanda. Hér neðar á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um þjóðlendur.

Á eignarlöndum eru veiðar háðar leyfi landeiganda.

Kortasjá og tegundir

Sérstakar reglur gilda um rjúpur, refi og hreindýr. Með því að smella á örina hér að neðan opnast kortasjá þar sem hægt er að smella á gögn uppi í hægra horninu til þess að velja þekjur sem sýna þær.

Hreindýr má veiða á hefðbundnum veiðisvæðum hreindýra, hvort sem er á þjóðlendum eða innan eignarlanda, nema landeigandi hafi bannað hreindýraveiðar innan síns lands.

Rjúpur og refi má ekki veiða á ákveðnum svæðum.

Þjóðlendur

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um þjóðlendur og þjóðlendulínur.

Náttúruverndarsvæði

Á náttúruverndarsvæðum eru veiðar heimilar nema sérlög, friðlýsingarskilmálar eða stjórnunar- og verndaráætlanir sem gilda um svæðið mæli fyrir um annað. Það er á ábyrgð veiðimanna að kynna sér hvaða reglur gilda á hverju svæði.