Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Veiðitímabil

Stokkandarpar hefur sig á flug frá vatni

Allir fuglar, einnig flækingsfuglar, eru friðaðir nema annað sé tekið fram í reglugerð frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.  Hér að neðan eru gildandi veiðitímabil samkvæmt nýjustu reglugerðum og þeir fuglar sem ekki eru taldir upp hér að neðan því friðaðir. Veiðitímabili tegundar kann að vera breytt með stuttum fyrirvara og það er á ábyrgð veiðimanna að kynna sér gildandi tímabil áður en haldið er til veiða.

Óheimilt er að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum. Óheimilt er að veiða fugla í sárum. Þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, má nýta þau hlunnindi eftirleiðis.

Um veiðar á friðlýstum svæðum fer eftir auglýsingum þar að lútandi.

Nýlega breytt veiðitímabil

Rjúpa – Veiðitímabil breytist árlega. Í hlekknum hér að neðan má skoða tímabilið 2025.

Helsingi – Veiðitímabil árið 2025 er frá 1.–15. september um land allt.

Veiðar heimilar:

Allt árið

Hrafn
Silfurmáfur
Sílamáfur
Hrafn

Frá 20. ágúst til og með 15. mars

Grágæs
Heiðagæs

Frá 1. september til og með 15. september

Helsingi

Frá 1. september til og með 15. mars

Fýll
Duggönd
Skúfönd
Rauðhöfðaönd
Stokkönd
Urtönd
Toppönd
Hávella
Hettumáfur
Hvítmáfur
Rita
Dílaskarfur
Toppskarfur

Frá 1. september til og með 25. apríl sem og háfaveiði vegna hlunninda frá 1. júlí til og með 15. ágúst

Álka
Langvía
Stuttnefja
Lundi

Frá 15. apríl til og með 14. júlí

Kjói (í og við friðlýst æðarvarp)

Rjúpnaveiðitímabil 2025

Skoða tímabil fyrir 2025 hér.

Hreindýr

Frá 15. júlí til og með 15. september
Hreindýrstarfar (veitt eru sérstök leyfi til veiða á törfum)

Frá 1. ágúst til og með 20. september
Hreindýrskýr (veitt eru sérstök leyfi til veiða á kúm)