Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Laust starf: Ótímabundnar stöður landvarða við Dyrhólaey og Gullfoss og Geysi

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum landvörðum í framtíðarstarf við Dyrhólaey og Skógafoss.

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum landvörðum í framtíðarstarf við Dyrhólaey og Skógafoss annars vegar og Gullfoss og Geysi hins vegar. Sem landvörður tekur þú þátt í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum sem stuðla að verndun og varðveislu náttúrunnar. Verkefni landvarða fela meðal annars í sér að efla innviði og umhirðu svæða, leiðbeina og fræða gesti um náttúru landsins, fylgjast með ástandi umhverfisins og leggja sitt af mörkum til að tryggja að Ísland verði áfram einstakur staður. Landverðir gegna lykilhlutverki í að fræða gesti um náttúruna og hvetja til ábyrgðar í umgengni við hana.

Ótímabundnar stöður landvarða við Dyrhólaey og Gullfoss og Geysi | Ísland.is