Landshlutaskipting veiðisvæða hefur valdið einhverjum ruglingi meðal veiðimanna, einkum mörkin á milli Norðvesturlands og Norðausturlands. Bent er á að mörkin liggja um miðjan Eyjafjörð. Það þýðir meðal annars að austanverður Tröllaskagi, þar á meðal Öxnadalsheiði, Dalvík og Siglufjörður, tilheyra Norðvesturlandi, ekki Norðausturlandi.
Veiðimönnum er bent á að það er á þeirra ábyrgð að kynna sér mörk einstakra veiðisvæða áður en lagt er af stað. Hægt er að gera það með einföldum hætti í kortasjá:
- Opnið kortasjána í snjalltæki
- Veljið þekju fyrir veiðisvæði
- Virkið staðsetninguna (hnappur efst í hægra horni)
Með þessum hætti má auðveldlega fylgjast með staðsetningu í rauntíma og sjá hvort maður sé innan markanna fyrir viðkomandi veiðisvæði.
Fyrir þá sem nota staðsetningartæki eins og Garmin, er einnig hægt að sækja KLM-skrá með mörkum veiðisvæða með því að ýta hér.

