Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum sérfræðingi með framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni til að taka þátt í gerð stjórnunar- og verndaráætlana. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og gefandi og verður starfsmaðurinn hluti af samhentu teymi þar sem fagmennska og virðing fyrir náttúrunni eru í forgrunni.
Starfinu er unnt að sinna frá einhverri af 15 starfsstöðvum Náttúruverndarstofnunar sem staðsettar eru víða um land. Ráðið verður í starfið tímabundið til 3 ára.
Sérfræðingur í gerð stjórnunar- og verndaráætlana á ísland.is
-2000x1414.png&w=3840&q=80)