Skotvopnanámskeið
Ekki má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Jafnframt má ekki fara á veiðar nema hafa gilt skotvopnaleyfi og hafa meðferðis gilt veiðikort. Smellið á örina hér að neðan fyrir frekari upplýsingar um skotvopnanámskeið.
Veiðikortanámskeið
Veiðikort veitir almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi. Ekki má veiða nema hafa gilt skotvopnaleyfi. Smellið á örina hér að neðan fyrir frekari upplýsingar um veiðikortanámskeið.
Skráning á námskeið
Undirbúningsnámskeið fyrir veiðikortaprófið er tekið á netinu hjá Skotveiðiskóla SKOTVÍS. Skotvopnanámskeið fer einnig fram að miklu leyti á netinu en verkleg þjálfun er þó hluti af námskeiðinu.
Gátt Náttúruverndarstofnunar er notuð til þess að skrá sig á veiðikortanámskeið og skotvopnanámskeið. Þar má einnig finna ítarlegri upplýsingar um prófstaði, verklega þjálfunarstaði og tímasetningu þeirra, kostnað og fleira.
