Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Skotvopnanámskeið

Ekki má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Jafnframt má ekki fara á veiðar nema hafa gilt skotvopnaleyfi og hafa meðferðis gilt veiðikort.

Maður mundar byssu

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning við SKOTVÍS sem heldur nú utan um skotvopnanámskeið. SKOTVÍS og Náttúruverndarstofnun hafa gert samkomulag um að samnýta innskráningar- og prófakerfi til að byrja með.

Námsefni og skráning

Námsefnið og æfingapróf eru nú á netinu í Skotveiðiskóla SKOTVÍS. Þátttakendur skrá sig hjá Lögreglunni til að fá samþykki fyrir því að fara á námskeiðið – það er gert á Ísland.is. Því næst skal fara inn á gátt Náttúruverndarstofnunar með því að smella á örina hér að neðan til þess að skrá sig á námskeiðið, en þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar.

Dílaskarfur á flugi
Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Kostnaður

Námskeiðið kostar 34.500 krónur. Lagt er inn á reikning 0516-04-763201 á kennitölu SKOTVÍS 620379-0269. Stuttu síðar berast aðgangsupplýsingar á netfangið sem skráð var við skráningu á gátt Náttúruverndarstofnunar.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er námsefni og æfingapróf, verklegt á skotvelli og prófgjald. Einnig er eitt upptökupróf innifalið en upptökupróf umfram það kosta 7.500 krónur hvert.