Hér að neðan má finna vöktunaráætlanir og niðurstöður verkefna sem hafa hlotið styrk úr Veiðikortasjóði frá árinu 2016. Árið 2023 hætti Veiðikortasjóður að styrkja rjúpnavöktun þar sem umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið tók yfir fjármögnun verkefnisins, en skýrslur um stofnmat og vöktun rjúpu frá þeim tíma eru þó einnig birtar hér.
Fleiri vöktunarskýrslur fyrir árið 2025 eru væntanlegar á fyrri hluta ársins 2026.
Úthlutanir úr veiðikortasjóði
Hér má nálgast upplýsingar um úthlutanir úr veiðikortasjóði frá árinu 2014.
Kynningar á vöktunarniðurstöðum 2025
Vöktunaraðilar sem fengu styrk úr Veiðikortasjóði árið 2025 til rannsókna á bjargfuglum, díla- og toppskarfi og lunda kynntu niðurstöður ársins á fundi samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar í desember 2025. Hægt er að horfa á kynningarnar í hlekknum hér að neðan.
