Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Landvarðanámskeið

Landvarðarnámskeið Náttúruverndarstofnunar fer fram árlega í upphafi árs.

Landvörður fræðsluganga Holuhraun

Landvarðarnámskeið Náttúruverndarstofnunar fer fram 29. janúar - 1. mars 2026. Námskeiðið er kennt í fjarnámi, fyrir utan eina staðlotu sem jafnframt er vettvangsferð.

Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 5 vikur á tímabilinu 29. janúar til  1. mars 2026. Þar sem nemendur velja á milli tveggja helga sem staðlotu, en frí er þá helgi sem ekki verður valin.  Mætingarskylda er í staðlotuna. Nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum.  Náttúruverndarstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu en kennarar koma jafnframt víðar að.

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruverndarstofnun, er umsjónarmaður námskeiðsins, sér um námskeiðið, undirbúning og fleira ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Náttúruverndarstofnunar og reglugerðar um landverði númer 190/2019.

Allmargir landverðir eru ráðnir til starfa á friðlýstum svæðum ár hvert. Þeir sem ljúka landvarðarnámskeiði öðlast rétt til að starfa sem landverðir og ganga þeir fyrir við ráðningar í störf landvarða. Eftirspurn eftir landvörðum og framboð reyndra landvarða ræður mestu um hve margir nýútskrifaðir fá vinnu. Námskeiðið er því ekki trygging þess að hljóta vinnu á friðlýstum svæðum en möguleikarnir eru mun meiri.

Nánari upplýsingar um landvarðanámskeiðið

Skráning

Opnað verður fyrir umsóknir 2. janúar 2026 kl. 10:00 hér á síðunni.