Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Valmynd

Þjórsárver

Þjórsárver eru einstakar gróðurvinjar á miðhálendi Íslands, afmarkaðar af jöklum og eyðisöndum á alla kanta. Sérstaða Þjórsárvera og tilvist er fyrst og fremst vegna samspils jökla, vatns, jarðvegs, veðurfars, gróðurfars og dýralífs. Þjórsárver eru hluti mikilfenglegrar náttúru og landslagsheildar sem er að mestu ósnortin. 

Aðgengi og upplýsingar

Þjórsárver eru ein víðáttumesta og afskekktasta gróðurvin á hálendi Íslands. Verin sjálf eru að mestu leyti vestan Þjórsár sunnan Hofsjökuls og eru í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli.

Friðlýsing

Verin voru fyrst friðlýst sem friðland árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Friðlýsta svæðið er í dag 1.563 km2 að stærð og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild sinni og nágreni.

Markmið friðlýsingar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins.