Mannauður

Hjá Náttúruverndarstofnun starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarða og friðlýstrasvæða.

Störf í boði

Öryggis- og jöklasérfræðingur

Náttúruverndarstofnun óskar eftir sérfræðingi með reynslu og þekkingu á jökla- og íshellaferðum til að sinna faglegri umsjón með eftirliti með atvinnustarfsemi við jökla og samskiptum við hagsmunaaðila á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem áhersla er lögð á öryggismál. Starfið felur í sér ráðgjöf um atvinnustarfsemi á jöklum, auk þátttöku í stefnumótun og faglegu mati á verkefnum tengdum ferðamennsku á og við jökla.

Sérfræðingurinn er hluti af samhentu teymi á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Næsti yfirmaður er þjóðgarðsvörður á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf í 100% starfshlutfalli, með starfsstöð á Höfn eða Skaftafelli.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á jökla- og íshellaeftirliti.
  • Skipulag eftirlits, útfærsla og eftirfylgni með atvikaskýrslum.
  • Samskipti við hagsmunaaðila á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
  • Þátttaka í útfærslu samninga vegna atvinnustarfsemi í íshellaferðum og jöklagöngum.
  • Þjálfun starfsfólks fyrir jökla- og íshellaeftirlit.
  • Ráðgjöf um áhrifamat og álit vegna umsókna um rannsóknir, kvikmyndaverkefni og framkvæmdir á jökli í samráði við þjóðgarðsverði og fagráð.
  • Almenn ráðgjöf og fræðsla um jökla.

Hæfniskröfur

  • Góð samstarfs- og samskiptafærni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að skipuleggja störf og fylgja málum eftir.
  • Þjálfun í fjalla- og jöklaleiðsögn sbr. skilgreiningu Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna um:
  • Jöklaleiðsögn 3
  • Fjallaleiðsögn 1
  • Íshellaleiðsögn 1 er kostur
  • Þekking á öryggismálum.
  • Að minnsta kosti þriggja ára samfelld starfsreynsla á jökli æskileg.
  • Starfsreynsla sem fullnuma jöklaleiðsögumaður sbr. skilgreiningu Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna er kostur.
  • Háskólanám sem nýtist í starfi er kostur.
  • Landvarðaréttindi eru kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá og kynningarbréf við rafrænu umsóknina.

Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna.

Um Náttúruverndarstofnun

Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 03.11.2025

Nánari upplýsingar veitir

Þórhallur Jóhannsson

Tölvupóstur: thorhallur.johannsson@nattura.is

Sími: 8303058

Hrafnhildur Ævarsdóttir

Tölvupóstur: hrafnhildur.aevarsdottir@nattura.is

Sími: 8424372

Sækja um starf

Almenn umsókn

+