Mannauður

Hjá Náttúruverndarstofnun starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarða og friðlýstrasvæða.

Störf í boði

Sérfræðingur í veiðistjórnun hreindýra

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund, samskiptahæfni og áhuga á náttúruvernd og veiðistjórnun til að annast veiðistjórnun hreindýra og þróun málaflokksins, umsýslu veiðileyfa og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan stjórnunar- og verndarsviðs.

Starfsstöð sérfræðings er í Fellabæ í Múlaþingi, þar sem viðkomandi verður hluti af samhentu og þverfaglegu teymi þar sem fagmennska, samvinna og virðing fyrir náttúrunni eru í forgrunni. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri til að móta framtíð veiðistjórnunar og byggja upp málaflokkinn í samstarfi við hagsmunaaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Afgreiðsla og umsýsla veiðileyfa.
  • Samskipti og upplýsingagjöf til leiðsögumanna, veiðimanna og annarra samstarfsaðila.
  • Greining á stöðu og framvindu veiða ásamt miðlun upplýsinga og frétta.
  • Þátttaka í mótun og framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr.
  • Móttaka og skráning veiðiskýrslna í gagnagrunn.
  • Umsjón með arðgreiðslum til landeigenda.
  • Þátttaka í fræðslustarfi, m.a. á námskeiðum fyrir hreindýraveiðar.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund.
  • Greiningarhæfni og færni í að leysa úr flóknum málum.
  • Þekking á málefnum tengdum hreindýrum og veiðistjórnun er kostur.
  • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Gott frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að forgangsraða verkefnum.
  • Gott vald á íslensku og ensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá og kynningarbréf við rafrænu umsóknina.

Um Náttúruverndarstofnun

Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 þegar starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og sá hluti Umhverfisstofnunar sem sneri að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun sameinuðust í nýja stofnun. Stofnunin hefur víðtækt hlutverk í náttúruvernd, sjálfbærri þróun og vernd friðlýstra svæða ásamt umsjón með villtum dýrum og veiðistjórnun. Markmið hennar er að tryggja að náttúra Íslands njóti verndar til framtíðar.

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu verður tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.09.2025

Nánari upplýsingar veitir

Hákon Ásgeirsson

Tölvupóstur: hakon.asgeirsson@nattura.is

Bjarni Jónasson

Tölvupóstur: bjarni.jonasson@nattura.is

Sækja um starf

Almenn umsókn

+