Mannauður
Hjá Náttúruverndarstofnun starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarða og friðlýstrasvæða.
Störf í boði
Sérfræðingur í afgreiðslu leyfa
−Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund, samskiptahæfni og með áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum til að sinna afgreiðslu leyfisumsókna á friðlýstum svæðum ásamt öðrum verkefnum innan stjórnunar- og verndarsviðs. Starfinu má sinna frá einhverri af 15 starfsstöðvum stofnunarinnar sem staðsettar eru víða um land (sjá hér: https://www.nattura.is/frettir/natturuverndarstofnun-starfsemi-og-thjonusta).
Um er að ræða tímabundið starf í 8 mánuði. Viðkomandi yrði hluti af þverfaglegu teymi á stjórnunar- og verndarsviði. Um spennandi verkefni er að ræða og tækifæri til að taka þátt í að byggja upp málaflokkinn og fyrirkomulag leyfisumsókna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla leyfisveitinga vegna ljósmynda og kvikmyndatöku, athafna, rannsókna og framkvæmda á friðlýstum svæðum
- Annast svörun fyrirspurna vegna leyfismála
- Þátttaka í stefnumótun og þróun verkferla
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund
- Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku.
- Góð almenn tölvukunnátta
- Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá við rafrænu umsóknina.
Um Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu verður tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.07.2025
Nánari upplýsingar veitir
Hákon Ásgeirsson, hakon.asgeirsson@nattura.is
Sími: 591 2134