Til baka

10 mars 2025

Verndun skilar árangri: Áfangastaðir innan friðlýstra svæða í betra ástandi

Náttúruverndarstofnun hefur nú gefið út skýrslu um ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða árið 2024. Ástandsmat hefur verið unnið frá árinu 2018 og í ár unnu starfsmenn Náttúruverndarstofnunar og Þjóðgarðsins á þingvöllum mat á 145 áfangastöðum ferðamanna.

Niðurstöður matsins eru í heildina nokkuð góðar, en meðaleinkunn áfangastaðanna hefur hækkað örlítið frá fyrri árum.  Meðeinkunn allra metinna áfangastaða er 7,73 en markmiðið er að ná öllum áfangastöðum í einkunn yfir 8.

12 áfangastaðir hækkuðu umtalsvert á meðan eingöngu tveir hafa lækkað að sama skapi. Áfangastöðum í hættu hefur jafnframt fækkað. Þetta eru jákvæð merki um að stýring gesta og innviðauppbygging sé að skila sér, enda fjölgaði gestum á flestum svæðum sem og veðurfar var krefjandi í lok sumars.

Hér má finna skýrsluna og er samantekt á helstu niðurstöðum að finna í upphafi hennar.