Til baka

1 september 2025

Veiðitímabil helsingja hefst í dag

Í dag, 1. september, hefst veiðitímabil helsingja um land allt. Veiðitímabilið stendur til og með 15. september samkvæmt auglýsingu í Stjórnartíðindum.

Áfram gildir sölubann á helsingja og helsingjaafurðum, sem ætlað er að stuðla að hóflegri nýtingu og verndun stofnsins.

Stofn helsingja hefur á síðustu árum verið undir þrýstingi. Niðurstöður vöktunar sýna að hann hefur dregist saman og að álag frá veiðum, fuglaflensu, loftslagsbreytingum og annarri röskun getur haft veruleg áhrif á lífsferil tegundarinnar.

Skilaboð til veiðimanna eru skýr: veiðum hóflega og sýnum ábyrgð í nýtingu.

Helsingi stöðuskýrsla