Til baka

19 ágúst 2025

Veiðitímabil heiðagæsar og grágæsar hefst 20. ágúst 

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Veiðitímabilið á heiðagæs og grágæs hefst miðvikudaginn 20. ágúst og stendur til 15. mars, líkt og síðustu ár. 

Heiðagæs 

Heiðagæsastofninn stendur enn nokkuð sterkur en hefur dregist saman á síðustu árum. Árið 2019 náði stofninn hámarki í 500 þúsund fuglum en eftir talningar árið 2023 var hann metinn um 335 þúsund fuglar, samkvæmt breskum vetrartalningum. 

Grágæs 

Íslenski grágæsastofninn var stærstur árið 2011, um 112 þúsund fuglar. Hann hefur minnkað síðan þá og var metinn um 59 þúsund fuglar eftir talningar árið 2023. Sölubann á grágæs og afurðum hennar var sett á árið 2023 og er enn í gildi. Þó er heimilt að selja uppstoppaðar grágæsir eða saltaða hami, enda sé um fullnýtingu bráðar að ræða.