Til baka
22 júlí 2025
Tillögur að veiðitímabili helsingja 2025
Náttúruverndarstofnun leggur til að veiðitímabil helsingja árið 2025 verði frá 1.–15. september um allt land. Tillagan byggir á nýjustu gögnum um stöðu Austur-Grænlandsstofnsins, sem hefur dregist nokkuð saman síðasta áratuginn. Þrátt fyrir að stofninn sé enn metinn yfir lágmarksviðmiði (54.000 fuglar), eru samt taldar 4% líkur á að hann sé undir því marki.
Samkomulag náðist milli Íslands og Bretlands um að halda veiðum í lágmarki en að ásættanleg áhætta sé samt að veiðar fari í 3.250 fugla. Veiði á Íslandi árið 2024 var 2.900 fuglar, þrátt fyrir sameiginlegt markmið upp á aðeins 600 fugla.
Með því að hefja tímabilið 1. september alls staðar er reynt að beina veiðum fremur að þeim hluta stofnsins sem hefur vetursetu og verpir á Íslandi. Þar með er komið til móts við bændur sem verða fyrir ágangi fuglanna.