Til baka

20 júní 2025

Tillaga að friðlýsingu Grafarvogs lögð fram til kynningar

Tillaga að friðlýsingu Grafarvogs sem friðlands hefur verið lögð fram til kynningar í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga nr. 60/2013. Í lögum er kveðið á um 6 vikna kynningartíma en í ljósi þess að sumarleyfi eru að ganga í garð verður frestur til að gera athugasemdir framlengdur í 8 vikur.

Friðlýsingin er í samræmi við 49. gr. laga um náttúruvernd sem samsvarar alþjóðlegum verndarflokki IV hjá IUCN.

Friðlýsingin er unnin af samstarfshópi en í hópnum sitja ásamt fulltrúum Náttúruverndarstofnunar, fulltrúar Reykjavíkurborgar sem eru hvort tveggja landeigendur og fara með skipulagsvald á svæðinu. 
Nánari upplýsingar um efni friðlýsingarinnar er að fá hjá svæðissérfræðingi René Biasone, rene.biasone@nattura.is eða verkefnastjóra Davíð Örvar Hansson, david.o.hansson@nattura.is.

Athugasemdum skal skilað með tölvupósti til Náttúruverndarstofnunar (nattura@nattura.is) eða bréfleiðis með utanáskriftina Náttúruverndarstofnun, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur.

Skilafrestur athugasemda er til og með 17. ágúst 2025. (var áður 15. ágúst en hefur verið framlengt).

Drög að friðlýsingarskilmálum fyrir Grafarvog

 

Grafarvogur tillaga