Til baka
20 júní 2025
Tillaga að friðlýsingu Grafarvogs lögð fram til kynningar

Tillaga að friðlýsingu Grafarvogs sem friðlands hefur verið lögð fram til kynningar í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga nr. 60/2013. Í lögum er kveðið á um 6 vikna kynningartíma en í ljósi þess að sumarleyfi eru að ganga í garð verður frestur til að gera athugasemdir framlengdur í 8 vikur.
Friðlýsingin er í samræmi við 49. gr. laga um náttúruvernd sem samsvarar alþjóðlegum verndarflokki IV hjá IUCN.
Friðlýsingin er unnin af samstarfshópi en í hópnum sitja ásamt fulltrúum Náttúruverndarstofnunar, fulltrúar Reykjavíkurborgar sem eru hvort tveggja landeigendur og fara með skipulagsvald á svæðinu.
Nánari upplýsingar um efni friðlýsingarinnar er að fá hjá svæðissérfræðingi René Biasone, rene.biasone@nattura.is eða verkefnastjóra Davíð Örvar Hansson, david.o.hansson@nattura.is.
Athugasemdum skal skilað með tölvupósti til Náttúruverndarstofnunar (nattura@nattura.is) eða bréfleiðis með utanáskriftina Náttúruverndarstofnun, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur.
Skilafrestur athugasemda er til og með 15. ágúst 2025.
Drög að friðlýsingarskilmálum fyrir Grafarvog