Til baka

15 júlí 2025

Störf í boði: Landverðir í Jökulsárgljúfrum

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að ganga til liðs við frábæran hóp landvarða í Jökulsárgljúfrum í ágúst og september. Sem landvörður tekur þú þátt í fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum sem stuðla að verndun og varðveislu náttúrunnar. Verkefni landvarða fela meðal annars í sér að efla innviði og umhirðu svæða, leiðbeina og fræða gesti um náttúru landsins, fylgjast með ástandi umhverfisins og leggja sitt af mörkum til að tryggja að Ísland verði áfram einstakur staður. Landverðir gegna lykilhlutverki í að fræða gesti um náttúruna og hvetja til ábyrgðar í umgengni við hana.Starfið býður upp á einstaka upplifun og tækifæri til að kynnast mikilfenglegri náttúru landsins á nýjan hátt, um leið og þú stuðlar að umhverfis- og náttúruvernd. Ef þú ert einstaklingur sem hefur ástríðu fyrir náttúrunni, er lausnamiðaður, góður í samskiptum og tilbúinn að leggja sig fram við að vernda umhverfið, þá gæti landvarðarstarfið verið fullkomið fyrir þig!

Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs:

Landverðir í Jökulsárgljúfrum | Ísland.is