Til baka
30 september 2025
Snæfellsnes er fyrsti UNESCO vistvangurinn á Íslandi

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) staðfesti umsókn Íslands um að gera Snæfellsnes að vistvangi síðastliðinn laugardag, 27. september. Er þetta fyrsta svæðið á Íslandi sem hlýtur þessa alþjóðlegu viðurkenningu.
Hugtakið vistvangur er íslenskt nýyrði yfir hugtakið Biosphere Reserve, en þau svæði eru viðurkennd af MAB-áætlun UNESCO (Man and the Biosphere Programme). Vistvangur nýtir náttúru- og félagsvísindi sem grunn til að auka lífsgæði íbúa og stuðla að sjálfbærri þróun, með farsælu samspili umhverfis, mannlífs og menningar.
Landsvæði Snæfellsjökulsþjóðgarðs verður kjarnasvæði í vistvanginum á Snæfellsnesi og eru þjóðgarðurinn og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes samstarfsaðilar í verkefninu.
Nánari upplýsingar um viðerkenninguna og umsóknarferlið má sjá á heimasíðu Svæðisgarðsins:
Snæfellsnes er fyrsti UNESCO vistvangurinn á Íslandi – svaedisgardur.is