Til baka
12 mars 2025
Seinkun á útdrætti hreindýraveiðileyfa

Upp á síðkastið hafa staðið yfir prófanir á nýjum gagnagrunnum sem halda utan um öll mál er snúa að hreindýraveiðum, þar með talið umsóknum og útdrætti hreindýraveiðileyfa. Þetta ásamt ýmsum áskorunum sem fylgt hafa stofnabreytingum hafa orðið þess valdandi að tafir verða á útdrætti þetta árið.
Tímasetning á útdrætti verður auglýst eins fljótt og auðið er og veiðimenn beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.