Til baka

11 ágúst 2025

NBM auglýsir eftir umsóknum um styrki

Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni NBM, vinnur að því að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt.

NBM leggur höfuðáherslu á líffræðilega fjölbreytni, vistkerfi, náttúruvernd og sömuleiðis útivist, landslag, menningarumhverfi og vistkerfaþjónustu. Einnig að tryggja að líffræðilegri fjölbreytni og vistkerfaþjónustu sé veitt athygli í vinnunni sem snýr bæði að loftslagsaðlögun og loftslagsbreytingum. NBM starfar á grundvelli umhverfis- og loftslagsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, einkum 5. kafla um líffræðilega fjölbreytni.

Áherslur við úthlutun styrkja árið 2026 er fókusinn á eftirfanadi: the Kunming-Montreal Biodiversity Framework Agreement in a Nordic perspective, Synergies between cultural heritage and biodiversity, and Consideration for cultural environments and nature.   

 

Umsóknarfrestur er til 5. október 2025


Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér: 

 

https://www.norden.org/da/funding-opportunities/udbud-2026-delprogrammet-biodiversitet