Til baka

13 október 2025

Náttúruverndarstofnun hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Náttúruverndarstofnun er meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu, sem var afhent við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 9. október. Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Veittar voru viðurkenningar til níutíu fyrirtækja, tuttugu og tveggja opinberra aðila og sextán sveitarfélaga úr hópi þeirra 253 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu.

Viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fylgdi tré að gjöf til gróðursetningar í Jafnréttislundi FKA, sem viðurkenningarhafar gróðursettu sjálf í lundinum, föstudaginn 10. október. Fjölbreyttar tegundir trjáa voru gróðursettar sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin stuðlar að. Starfsfólk Náttúruverndarstofnunar gróðursetti íslenskt birki.

Image

Jafnvægisvogin, er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem er unnið í samstarfi við FKA, dómsmálaráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá. Allar helstu upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins: Jafnvægisvog FKA - FKA