Til baka

18 júní 2025

Leiðangur í Surtsey

Surtseyjarfélagið, Náttúrufræðistofnun og Náttúruverndarstofnun stóðu fyrir rannsóknar og viðhaldsleiðangri dagana 29. – 31. maí til Surtsey. Farið var í viðhald á Pálsbæ, rannsóknarskála Surtseyjarfélagsins, viðhald mælitækja á veðurstöð í eyjunni, undirbúning á stækkun þyrlupalls, hreinsun á rusli og undirbúning fyrir flutning uppá land. Mældur var hiti í borholum og mat gert á varpþéttleika mófugla á svæðinu. Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum sá um flutning leiðangursfara og flutning á rusli úr eyjunni á skipinu Þór.

Image
Image