Til baka
27 júní 2025
Laust starf: Sérfræðingur í afgreiðslu leyfa

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund, samskiptahæfni og með áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum til að sinna afgreiðslu leyfisumsókna á friðlýstum svæðum ásamt öðrum verkefnum innan stjórnunar- og verndarsviðs. Starfinu má sinna frá einhverri af 15 starfsstöðvum stofnunarinnar sem staðsettar eru víða um land (sjá hér: https://www.nattura.is/frettir/natturuverndarstofnun-starfsemi-og-thjonusta).
Um er að ræða tímabundið starf í 8 mánuði. Viðkomandi yrði hluti af þverfaglegu teymi á stjórnunar- og verndarsviði. Um spennandi verkefni er að ræða og tækifæri til að taka þátt í að byggja upp málaflokkinn og fyrirkomulag leyfisumsókna.
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs: