Til baka
21 október 2025
Laust starf: Öryggis- og jöklasérfræðingur

Náttúruverndarstofnun óskar eftir sérfræðingi með reynslu og þekkingu á jökla- og íshellaferðum til að sinna faglegri umsjón með eftirliti með atvinnustarfsemi við jökla og samskiptum við hagsmunaaðila á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem áhersla er lögð á öryggismál. Starfið felur í sér ráðgjöf um atvinnustarfsemi á jöklum, auk þátttöku í stefnumótun og faglegu mati á verkefnum tengdum ferðamennsku á og við jökla.
Sérfræðingurinn er hluti af samhentu teymi á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Næsti yfirmaður er þjóðgarðsvörður á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf í 100% starfshlutfalli, með starfsstöð á Höfn eða Skaftafelli.
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs: