Til baka

2 september 2025

Laust starf: Staðgengill þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Náttúruverndarstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Sérfræðingurinn gegnir hlutverki staðgengils þjóðgarðsvarðar og tekur virkan þátt í stjórnun og þróun svæðisins auk samstarfs við önnur friðlýst svæði á austurlandi. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem vill nýta þekkingu sína og áhuga á náttúruvernd til að taka þátt í þróun náttúruverndar, samstarfi og þjónustu við gesti á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem frumkvæði og sjálfstæði fá að njóta sín. Starfsstöð austursvæðis er í Fellabæ og Snæfellsstofu.

Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs:

Staðgengill þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs