Til baka
16 júní 2025
Framkvæmdir við Geysi og Gullfoss

Geysir
Unnið er að nýju aðkomutorgi við Geysi og því er nýji göngustígurinn lokaður á meðan verið er að ljúka þeim framkvæmdum. Framkvæmdunum ætti að vera lokið í lok júní. Aðgengi að hverasvæðinu er óbreytt um aðalinnganginn.
Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar: — Nattura
Gullfoss
Lokað hefur verið fyrir gönguleið á efra svæðinu við Gullfoss út á tanga þar sem verið er að gera breytingar á stígnum. Aðgengi er að útsýnispalli á efra svæði og allt er opið á neðra svæðinu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september.
Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar: — Nattura