Til baka

23 september 2025

Fræðsluganga í friðlandinu Bessastaðanesi á Degi íslenskrar náttúru

Á Degi íslenskrar náttúru var fræðsluganga í friðlandinu Bessastaðanesi þar sem gengið var um svæðið í einmuna haustblíðu og algeru logni.

Í göngunni var meðal annars sagt frá friðlýsingunni, miklvægi hennar og verndargildum svæðisins en Bessastaðanes var friðlýst 30. júní 2023. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og menningarminja. Bessastaðanes er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Skerjafjarðar. Fuglalíf er fjölbreytt allt árið og svæðið er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda. Á svæðinu eru jafnframt fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Bessastaðartorfunni og Skansinum voru gerð góð skil og sagt frá ýmislegu úr sögu staðarins sem er löng og margslungin.

Image

René Biasone svæðissérfræðingur og Ásta Davíðsdóttir yfirlandvörður hjá Náttúruverndarstofnun leiddu gönguna ásamt Þóri Hjaltalín, sviðstjóra frá Minjastofnun.

Image

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, mættu í gönguna og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Image

Einnig voru fræðslugöngur í Mývatnssveit, Skaftafelli og í Snæfellsjökulsþjóðgarði í tilefni dagsins.