Til baka

20 maí 2025

Björgin þau sungu – friðlandið á Hornströndum 50 ára

Þann 27. febrúar 1975 voru Hornstrandir, Aðalvík, Rekavík bak Látur og Fljótavík ásamt hluta Jökulfjarða friðlýst sem friðland. Í tilefni af þeim tímamótum mun Landeigendafélag Sléttu – og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbær og Náttúruverndarstofnun bjóða til málþings um friðlandið föstudaginn 23. maí, klukkan 15. 

Dagskráin er fjölbreytt og skiptist í þrjú svið, náttúruna, samfélagið og framtíðarsýnina.

15:00 Settning – Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar

15:15   Náttúran

               Náttúra Hornstrandafriðlands – Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun

               Refirnir á Hornströndum – Ester Rut Unnsteinsdóttir, Náttúrufræðistofnun

               Panell

16:00   Kaffihé

16:15   Samfélagið

               Aðdragandi friðlýsingar - Ingvi Stígsson, formaður landeigendafélagsins, Hornvík

               Samfélagið á Hornströndum – Dóróthea Margrét Einarsdóttir, formaður Átthagafélags Sléttuhrepps, Sæbóli

               Friðland, ekki friðland – Sigrún Guðmundsdóttir, Furufriði

               Panell

17:00   Kaffihlé

17:15   Framtíðin

               Skipulagsmál, framtíðarsýn Ísafjarðarbæjar – Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar

               Framtíðarsýn ferðaþjónustu  – Nanný Arna Guðmundsdóttir, Borea Adventures

               Panell

18:00 Málstofulok

 

Sama kvöld munu svo velunnarar svæðisins hittast á Dokkunni, þar sem heimamenn munu bjóða viðstöddum að taka þátt í skemmtilegu pubquizi um allt milli himins og jarðar tengt svæðinu. Spurningahöfundar og spyrlar verða þau Harpa og Kristín Þóra Henrýsdætur (Sæból og Horn) og bræðrabörnin Lísbet Harðardóttir og Hálfdán Bjarki Hálfdánarson (Fljótavík). Munu leikar hefjast um klukkan 20:30.

Vonumst til að sjá sem flesta á þessum viðburðum.