Til baka

3 október 2025

Áminning til veiðimanna – Grænlenska blesgæsin í mikilli hættu

Grænlandsstofn blesgæsar er í sögulegu lágmarki – aðeins um 15.000 fuglar eru eftir á heimsvísu. Veiðibann er í gildi á Íslandi og mikilvægt er að allir veiðimenn sýni sérstaka aðgát til að koma í veg fyrir óviljandi veiðar.

 Við minnum á að greina á milli grænlenskrar blesgæsar og annarra gæsastofna, forðast að skjóta á hópa þar sem hætta er á ruglingi og tilkynna ef grunur vaknar um ólögleg skot. Þetta á sérstaklega við á SV-horni landsins og eru veiðimenn beðnir að kynna sér útbreiðslusvæði blesgæsa.

 Með því að gæta að þessu getum við lagt okkar af mörkum til að vernda þessa einstöku og viðkvæmu tegund.

 Hvernig þekkirðu muninn?Hér færðu svarið.

 

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur var nýlega birt ítarleg vísindaskýrsla í British Birds (september 2025) um ástand grænlenskrar blesgæsar. Höfundar eru alþjóðlegur hópur sérfræðinga frá Aarhus-háskóla í Danmörku, University of Saskatchewan í Kanada og National Parks and Wildlife Service á Írlandi, auk fleiri samstarfsaðila.

Í skýrslunni er rakin þróun stofnsins og sýnt fram á að hann hafi aldrei verið minni síðan skipulagðar talningar hófust og í yfirvofandi útrýmingarhættu. Þar eru einnig lagðar fram tillögur að brýnum aðgerðum, meðal annars að lágmarka  óviljandi veiði, styrkja vernd á helstu viðkomustöðum og efla vöktun.

Mynd: Daníel Bergmann