Til baka

31 júlí 2025

Alþjóðadagur landvarða

Þann 31. júlí ár hvert er alþjóðadagur landvarða. Hér á landi er dagurinn haldinn hátíðlega á starfstöðvum landvarða og Náttúruverndarstofnunar. En dagurinn er til þess að minna á mikilvægi landvörslu í náttúruvernd og vernd menningarminja. Landverðir vinna oft bakvið tjöldin, týna rusl, viðhalda innviðum og hlúa að náttúrunni. Fræðsla er stór hluti starfsins og bjóða landverðir upp á sérstakar fræðslugöngur og eru einnig ávallt tilbúin að leiðbeina gestum. Verkefni landvarða eru ófá og síbreytileg eins og náttúran og vegna loftslagsbreytingum.

Dagurinn er líka heiðraður þeim fjölmörgu landvörðum sem láta lífið við störf sín um heiminn en á síðasta ári féllu 174 landverðir við skyldustörf. Stór hluti landvarða féll við að berjast við eld vegna mikilla þurrka í loftslaginu og einnig voru um 30% myrtir við að vernda dýr fyrir veiðiþjófum.

Alþjóðasamtök landvarða telja að á næstu árum muni loftslagsbreytingar og barátta um auðlindir auka áhættu starfa landvarða enn frekar og mun beita sér áfram fyrir því að tryggja öryggi, heilsu og þjálfun landvarða um allan heim.

Við hvetjum öll til að standa með landvörðum í dag og deila myndum af friðlýstum svæðum eða landvörðum og merkja Náttúruverndarstofnun ásamt því að nýta sér eftirfarandi myllumerki: #landverdir #Rangers #WorldRangerDay #WeStandWithWorldRangers

Myndir frá starfstöðvum má finna á samfélagsmiðlum:

Til hamingju með daginn kæru landverðið og ykkar störf!